Leikskólarnir eru fyrsta skólastigið og það skólastig þar sem erfiðast er að halda uppi sóttvörnum. Starfsfólk á leikskólum vinnur undir miklu álagi í framlínunni í COVID faraldrinum við að halda samfélaginu gangandi.

Þegar öllum öðrum skólastigum var lokað vegna nýs afbrigðis veirunnar sem herjar á börn, er starfsfólk leikskólanna skikkað til að mæta til vinnu, endurskipuleggja starfið, vera hress, og redda öllum hinum – og taka sér launalaust leyfi ef þau þurftu að annast börn heima sjálf. Hvað finnst starfsfólki leikskólanna um áherslur yfirvalda?

Í þættinum í dag er rætt við Gígju Kjartansdóttur og Perlu Hafþórsdóttur sem báðar vinna á leikskóla, um vinnu og virðingu á tímum COVID.

Umsjón: Þórunn Hafstað

Viðmælendur: Gígja Kjartansdóttir og Perla Hafþórsdóttir

Tónlist: Funky Moon eftir Stefan Kartenberg (CC BY 3.0), CommonGround eftir airtone (CC BY-NC 3.0)