Í jólaþætti Radíó Eflingar ræðir Þórunn Hafstað við Masza Solak, félaga í Eflingu, sem flutti hingað til lands frá Póllandi fyrir nokkrum árum til að vinna en hefur nú verið atvinnulaus í ár. Hún fræðir okkur um pólskar jólahefðir, vinnutarnirnar í veitingageiranum fyrir tíma COVID, hvernig það er að vera ekki íslenskumælandi en þurfa að leita sér upplýsinga hjá Vinnumálastofnun – og hvers vegna það ætti alltaf að viðhafa tveggja metra regluna á jólum í Póllandi.

Þátturinn er á ensku.

Umsjónarmaður: Þórunn Hafstað

Viðmælandi: Masza Solak

Tónlist: Funky Moon eftir Stefan Kartenberg (CC BY 3.0), CommonGround eftir airtone (CC BY-NC 3.0), og Soundscape1 eftir Thoribass (CC BY 3.0).