Ehsan Ísaksson kláraði menntaskóla fyrir tveimur árum og hefur upp frá því átt óslitna sögu af yfirmönnum sem brjóta á réttindum hans og stela af honum launum. Samtök atvinnulífsins hafa staðið í vegi fyrir því að sektir verði lagðar á launaþjófa, en Efling berst nú fyrir því að sektarákvæði fari í lög engu að síður. Eftir viðtal við Ehsan segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, frá stöðu þeirrar baráttu.
Viðtalið við Ehsan var tekið á ensku.
Umsjón: Þórunn Hafstað og Benjamín Júlían.
Viðmælendur: Ehsan Ísaksson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Tónlist: Funky Moon eftir Stefan Kartenberg (CC BY 3.0), CommonGround eftir airtone (CC BY-NC 3.0), Long tail reversed cosmic piano chord 2 eftir Jedo (CC BY 3.0) og Soundscape1 eftir Thoribass (CC BY 3.0).
Áskrift að þættinum: Android | RSS | Apple Podcasts