Í kjölfar faraldurs hafa mörg þúsund misst vinnuna. Atvinnuleysisbætur eru of lágar og fólk á bótum líður skömm fyrir að þiggja bætur úr tryggingasjóði sem þau hafa sjálf greitt í.

Í þættinum segir Ása Björg frá því þegar hún missti vinnuna í hruninu og hvernig gildrur í kerfinu gera það erfitt að komast af bótum. Stefán Ólafsson og Drífa Snædal fara svo yfir hverju þarf að breyta og hvernig.

Umsjón: Benjamín Julian og Þórunn Hafstað.

Viðmælendur: Ása Björg Valgeirsdóttir, Stefán Ólafsson og Drífa Snædal.

Tónlist: Funky Moon eftir Stefan Kartenberg (CC BY 3.0) og CommonGround eftir airtone (CC BY-NC 3.0).