Um þessar mundir, á hápunkti heimsfaraldurs, er fólki sagt að halda sig heima. Þær Fríða, Dögg og Aðalsteina sem allar vinna í heimaþjónustunni í Kópavogsbæ geta ekki unnið heima hjá sér. Þeirra vinna fer fram heima hjá öðrum.
Í þættinum segja þær okkur frá vinnunni sinni í heimaþjónustunni fyrir og í heimsfaraldri, mismundandi sýn á viðeigandi blótsyrði og hvernig það var að koma aftur til vinnu eftir verkfall, enn án samnings, en í breyttan veruleika COVID-19.
Umsjón: Þórunn Hafstað
Viðmælendur: Fríða Hammer, Dögg Ásgeirsdóttir og Aðalsteina Aðalsteinsdóttir.
Tónlist: Funky Moon eftir Stefan Kartenberg (CC BY 3.0) og CommonGround eftir airtone (CC BY-NC 3.0).
Áskrift að þættinum: Android | RSS | Apple Podcasts